Vetur? og nöldur

Enn og aftur er að renna upp sá tími árs sem mér finnst sem leiðinlegastur, ég veit ekki afhverju en mér finnst haustin svo leiðinlegt... sennilega af því að ég veit að veturinn er á næstu grösum, veturinn er svo sannarlega ekki minn tími, ég þoli ekki bleytuna og kuldann, ég þoli ekki að keyra á milli í snjó og leiðindafærð... ég er reyndar komin á 4x4 bíl og það breytir kanski einhverju, vonandi.

Allavega í morgun, eftir brjááálað veður í nótt, var grátt í fjölllum (birr)... og ég ákvað að Bergþór Óli væri bara heima í dag, þar sem ég er hvort sem er í fríi, nennti ómögulega að skottast yfir í slagvirði. En viti menn alltaf birtir upp og seinnipartinn í dag var bara komin sól Smile

En svona í kjölfar haustsins hef ég verið að skoða pollagalla, þar sem ég á jú lítinn gutta sem hefur gaman af að vera úti... allavega þá skil ég ekki afhverju er svona ofboðslega lítill munur á verði á fullorðinspollafötum og barna... http://www.66north.is/verslun/pc-127-475-hrsey-regnbuxur-me-smekk.aspx hér er td fullorðinspollabuxur sem kosta 3890 kr og hér eru http://www.66north.is/verslun/pc-158-437-freyja-smekkbuxur.aspx barnapollabuxur, en verðíð á þeim eru sléttar 3000 kr munurinn er semsagt 890 kr sem fullorðins eru dýrari, sem mér finnst fáranlega lítill munur, því það fer jú mun meira af efni í stærri buxurnar... getur verið að það sé verið að nýta sér það að pollabuxur á börn er eitthvað sem er verslað mun meira af þar börn á öllum aldri þurfa víst að halda á þessu ef þau ætla sér að vera eitthvað úti í rigningu... og þar af leiðandi er lagt mun meira á þessa vöru. Æji ég svo hallærisleg að ég verslaði bara pollagalla í rúmfó, sem er víst alveg ágætur til síns brúks, og fékk fyrir 1990 kr bæði buxur og jakka Wink

Jæja nóg af nöldri að sinni


uuhhh ókey

Þetta er eitthvað sem ég hef vitað alltaf að menn eru gáfaðri en apar, en hei gott að það sé búið að rannsaka það Tounge  Spurning um að fara að finna flóknari verkefni til að rannsaka fyrir vísindamenn Wink
mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jáhá!

Já ef maðurinn er ekki talinn sakhæfur þá finnst mér að hann ætti að vera vistaður á lokaðri stofnun, hann er jú hættulegur umhverfi sínu... eða er í lagi að nauðga konum ef þú ert með heilaskaða, eða ert þroskaheftur? Ég vona svo sannarlega að þau skilaboð verði ekki send út (þó svo að það sé búið að senda þau út í öðru svipuðu máli).  Ég segi enn og aftur að þessi mál munu ekki breytast fyrr en við fáum nýjan dómsmálaráðherra Frown
mbl.is Metið hvort heilaskaði hafi haft áhrif á sakhæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolungarvík?

Núna eru hlutirnir aðeins farnir að skýrast hjá okkur, við erum reyndar ekki búin að selja húsið, en við munum allaveg ekki flytja suður Grin  En Unnar fékk góða vinnu í Bolungarvík, svo að ég býst alveg fastlega við þvi að ef við náum að selja kofann þá flytjum við þangað... hugsa allavega að það sé ekkert verra að búa þar en á einhverjum öðrum stað... hlakka reyndar til þegar göngin koma þangað... því ég er jú alveg skíthrædd við óshlíðina og hárin á hnakkanum rísa við tilhugsunina að þurfa að keyra á Ísafjörð daglega... en svona ég, að mikla hlutina fyrir mér að óþörfu... ég er nú ekki einnu sinni flutt Tounge

Ég vil benda lesendum (ef einhverjir eru) að lesa þessa grein, hún er nú ansi hreint góð, og ég skal bara viðurkenna fyir mig að það mér datt ekki til hugar að ég gæti ekki átt barnið mitt án inngrips (bráðakeisari í mínu tilviki) og ég var með fordóma gagnvart konum sem fóru í keisara... og hvað þá ef þær völdu það! þvílíkur aumingjaskapur fannst mér... svo lendi ég í því sjálf að þurfa að fara í bráðakeisara og ég var alveg heillengi að jafna mig á því andlega ( og hvað þá að viðurkenna það að það væri eitthvað að hjá mér). Núna í dag 19 og hálfum mánuði eftir keisarann hef ég allt aðra skoðun... og mér ditti ekki í hug að kalla konu (og ekki einu sinni að hugsa það) aumingja fyrir það að velja keisaraleiðina...og gæti alveg trúað því að keisari yrði val hjá mér (ef ég fæ það val) ef ég ákveð að eignast annað barn.

Önnur grein sem ég vil benda á aðra grein sem Þorsteinn yfirlæknir skrifar um atvinnuástandið, olíuhreinsistöð og slugsahátt hjá bæjaryfirvöldum hérna, mér finnst þetta mjög góð grein hjá honum og þarft að stuða aðeins bæjaryfirvöld hér. Það er svo sem hægt að rífast og þrátta og eyða tímanum þannig, hvernig væri nú að þetta fólk hysjaði upp um sig buxurnar og færi að vinna þessa undirbúningsvinnu sem þarf til svo sé hægt að taka ákvörðun um þetta mál. Það er svosem hægt að bíða aðeins lengur og þrátta meira... en þá verður þetta tækifæri runnið úr greipum okkar, og einhver annar fær það.

jæja ég er hætt að tuða í bili


Óþæginlegt

Vá hvað ég væri ekki til í að einhver ókunnugur myndi gerast hústökumaður á meðan ég væri í sumarfríi Angry  þessir óprúttnu aðilar hljóta hafa fengið vitneskju um ferðalag þessarar fjölskyldu, ég held að þetta lið sé alveg ótrúlega útsmogið að finna svona hluti út...
mbl.is Voru uppi í rúmum og sófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna sko

Æji hefði nú ekki bara verið einfaldast að samþykkja það að pissa í dollu?  Ég hugsa að það hafi nú ansi mikið gengið á fyrst þessi leið hafi verið farin Crying allavega held ég að svona aðgerðir séu ekki gerðar að nauðsynjalausu.

 

Annars af okkur þá er lillinn byrjaður í aðlögun á leikskólanum sínum, og það gengur svo glimrandi vel, ég skildi hann eftir þar í 2 tíma í morgun og hann mátti ekki einu sinni vera að því að segja bless við mömmu sína... hann er semsagt tilbúin á leikskóla og það fyrir löngu síðan held ég Wink Mér var reyndar búin að kvíða fyrir að fara með hann á leikskóla, aðalega vegna þess að hann er með taubleyjur (vegna þess að hann þolir ekki bréfbleyjur) og ég bjóst ekki við að því yrði tekið vel... en neinei, þetta var bara ekkert mál og konurnar á deildinni hans tóku því bara vel og fannst þetta bara ekkert mál... svona er þetta þegar maður er alltaf að mikla hlutina fyrir sér Tounge

Annars er ég mjög ánægð með leikskólann só far, hann byggist á hjallastefnunni, engin leikföng bara kubbar og skapandi dót (reyndar eru til leikföng sem eru notuð mjög sjaldan). En ég hugsa að aginn komi sér vel fyrir villimanninn minn Grin þar sem hann minnir mig stundum á Óskar bróðir þegar hann var lítill (og hann var villimaður villimannana). Tala svo ekki um félagsskapinn, en hann er innan um stráka á svipuðu reki, og fær svo að leika við alla krakkana í útiverunni.

en jæja best að fara að gera eitthvað af viti...


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalag og gifting

Við Bergþór Óli fórum í smá ferðalag til Reykjavíkur í byrjun vikunar, og við tókum með okkur Óskar bróðir og mömmu... tilgangur ferðalagsins var að fara í giftinu hjá Ólöfu systir og Hauki. Athöfnin hjá sýslumanninum var mjög falleg, og það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var hátíðlegt þó að hjá sýsla væri, eftir athöfnina var okkur boðið í mat ásamt fleirum hjá þeim brúðarhjónum og þar var bara mjög gaman og litli gaurinn var það hrókur alls fagnaðar Grin

Á leiðinni heim keyrðum við á móti vindi alveg frá Kóparvogi og alveg heim í súganda, og ekki var undir 18 metrum alla leiðina þori ég að fullyrða. Allavega undir hafnarfjalli sáum við tjaldvagn sem hafði fokið útaf veginum, og vorum soldið hissa á að einhver væri að keyra með svona á eftir sér í þessu roki, allavega þá erum við að nálgast Búðardal að við sjáum það að við nálgumst svona fellihýsi... ég sá ekki bílinn sem dróg þetta og var aftur hissa á að einhver væri að draga svona ferlíki í roki og hvað það á bíl sem hvarf alveg á bakvið þetta... allavega þá lagði ég ekki í að taka framúr þessu ferlíki þar sem þetta tók hálfan veginn... þegar í Búðardal var komið sá ég að það var enginn smábíll sem dróg þetta ferlíki, heldur Rav4 jepplingur... Svo sáum við annað svona ferlíki í Búðardal og uppúr stóð rétt þakið á bílnum, þegar ég tók framúr bílnum sá ég að þetta var Landkrúser að draga, svo þetta eru ekkert smá felllhýsi sem um ræðir, eiginlega bara stórhýsi væri rétta orðið yfir þessi ferlíki.

Annars var nú restin af ferðinni tíðindalaus, urðum reyndar næstum bensínlaus á leiðinni og fórum á allra allra síðustu dropunum í Súðavík, vissi ekki að það skipti svona ofboðslega miklu máli að vera að keyra í mótvindi, en á leiðinni suður var rúmlega 1/4 tankur eftir þegar við komum í rvk, og Óskar bróðir flaug vestur svo það var einum færra í bakaleiðinni.

Jæja ég ætla að hætta að mala í bili.


Leikskólamál

Ég er eiginlega guðslifandi fegin að ástandið sé ekki svona hérna fyrir vestan, veit af nokkrum börnum sem eru á aldri sonar míns og áttu að fá inni núna í haust... en það virðist víst hafa frestast eitthvað.

Annars er hann að byrja í aðlöguninni núna á mánudag, og ég verð að segja að ég hafi nokkrar blendnar tilfinningar til þessa, ég hlakka að hluta til að lillinn minn fái að umgangast smáfólk (þar sem að ekkert svoleiðis er í kringum okkur) og ég get farið almennilega útá vinnumarkaðinn og verið í kringum fullorðið fólk (eitthvað sem hefur skortað í mínu lífi síðan í des o5).


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af starfsmannaskorti á leikskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haustið komið?

Það er nú ekki langt síðan, að í mínum huga var sumarið búið eftir sæluhelgina, sem þýddi það að sumarið hjá mér var búið um miðjan júlí! mitt sumar var semsagt 6 vikur... fyrir nokkrum árum ákvað ég svo að lengja sumarið hjá mér og bæta öðrum 6 vikum við Smile svo að mitt sumar er til ágústloka... sama hvað aðrir segja við því Cool

Svo má kanski bæta því við að sama sumar gerði ég þá uppgötvuna að ég var árinu yngri en ég var hahaha... sko ég á afmæli 24. des, ég hafði svo mikla minnimáttarkennd við því þegar ég var yngri að strax eftir áramótin sagðist ég vera árinu eldri en ég var, svo þegar ég var 27 ára þá gerði ég þessa uppgötvun að ég gat verið 27 ára í tvö ár Grin og í dag segi ég bara það sem ég er gömul, og er sko aaalveg sátt við það að eiga afmæli seint á árinu.


mbl.is Er sumarið búið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar og vesen- hluti 2

Við litla fjölskyldan erum víst ekki eins og annað fólk :c) allavega þegar allir flýja borgina til að njóta sveitasælunnar þá brunum við á móti umferð... en verð nú að segja samt að þessi ferð var nú engin sæla, við ætluðum að vera svoooo sniðug að leggja í hann á svefntíma hjá guttanum og ætluðum okkur að hann svæfi þá meirihlutann af ferðinni. Við byrjuðum að fá okkur hamborgara í sjoppunni á súganda, og lögðum svo í hann... keyrðum framhjá lóló (róló) og þá varð lillinn ekki sáttur því hann vildi fara á róló, og þá byrjaði grátur sem varði í ca 3 og hálfan tíma Frown ég lofaði mér því að svona yrði þetta ekki á heimleiðinni...

Á laugardeginum kíktum við í búðir... og ómen!! ég verslaði föt fyrir andvirði 65 þúsund kr!! bara fyrir mig!! en það besta við það að það voru útsölulok og ég borgaði nú bara 10þúsund kr fyrir þetta Grin ætli heildar andvirði fyrir okkur öll hafi verið ca 100 þúsund.... en minnst keyfti ég á lillan, því það voru nánast engin strákaföt á útsölu Pinch á meðan hægt var að kaupa staflana af fagurbleikum fatnaði... ég er bara ekki að skilja þetta, hvað er eiginlega málið?! einhvertíman heyrði ég að það fæðast örlítið fleiri strákar en stelpur, en samt er erfitt að fá föt á stráka... til að mynda er ein barna(stelpufata)verslun hér fyrir vestan og ég fæ hreinlega ekki föt á strákinn minn þar... þar eru bara fagurbleikir staflar af fötum.

Allavega, í gær þá ætluðum við að kaupa okkur bíl, var búin meira að segja mæla mér mót við eina sölu því ég hafði hug á einum bílnum þar... mér var sagt að það opnaði kl 10 og ég gæti komið þá, sem ég og gerði en ekki var búið að opna... svo ég fór að skoða þá bíla sem ég var búin að skoða á netinu, en fann bara 1 !! sem segir mér það að bílasalar eru ekki duglegir að uppfæra síðurnar sínar... allaveg kl 11 var ennþá ekki búið að opna Bílalind svo ég ákvað bara að gefa skít í þá og leyta annað... renndum við í Toppbíla, sáum einn þar sem okkur leist mjög vel á, en var samt ekki bíll sem við vorum að leita að (neyslugrannur SMÁbíll) heldur subaru impreza 4x4 (hefur verið innkaupalistanum lengi) og það var stór afsláttur á bílnum sem auðveldaði ákvörðun okkar Smile eini ókosturinn fannst mér að hann er sjálfskiftur, en ég vandist því nú fljótt (þegar ég náði stjórn á kúplingsfætinum og lét sem ég ætti bara einn fót) svo núna á ég subaru... og að loforðinu mínu um heimferðina... þá brunuðum við í Elko og keyftum ferða dvd spilara og stubbana á dvd... og viti menn ég vissi bara ekki af honum syni mínum alla heimferðina...

Svo að ef einhverjum vantar station toyotu, jafnvel í skiptum við SMÁbíl þá á ég eina slika Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband