Bílar og vesen- hluti 2

Við litla fjölskyldan erum víst ekki eins og annað fólk :c) allavega þegar allir flýja borgina til að njóta sveitasælunnar þá brunum við á móti umferð... en verð nú að segja samt að þessi ferð var nú engin sæla, við ætluðum að vera svoooo sniðug að leggja í hann á svefntíma hjá guttanum og ætluðum okkur að hann svæfi þá meirihlutann af ferðinni. Við byrjuðum að fá okkur hamborgara í sjoppunni á súganda, og lögðum svo í hann... keyrðum framhjá lóló (róló) og þá varð lillinn ekki sáttur því hann vildi fara á róló, og þá byrjaði grátur sem varði í ca 3 og hálfan tíma Frown ég lofaði mér því að svona yrði þetta ekki á heimleiðinni...

Á laugardeginum kíktum við í búðir... og ómen!! ég verslaði föt fyrir andvirði 65 þúsund kr!! bara fyrir mig!! en það besta við það að það voru útsölulok og ég borgaði nú bara 10þúsund kr fyrir þetta Grin ætli heildar andvirði fyrir okkur öll hafi verið ca 100 þúsund.... en minnst keyfti ég á lillan, því það voru nánast engin strákaföt á útsölu Pinch á meðan hægt var að kaupa staflana af fagurbleikum fatnaði... ég er bara ekki að skilja þetta, hvað er eiginlega málið?! einhvertíman heyrði ég að það fæðast örlítið fleiri strákar en stelpur, en samt er erfitt að fá föt á stráka... til að mynda er ein barna(stelpufata)verslun hér fyrir vestan og ég fæ hreinlega ekki föt á strákinn minn þar... þar eru bara fagurbleikir staflar af fötum.

Allavega, í gær þá ætluðum við að kaupa okkur bíl, var búin meira að segja mæla mér mót við eina sölu því ég hafði hug á einum bílnum þar... mér var sagt að það opnaði kl 10 og ég gæti komið þá, sem ég og gerði en ekki var búið að opna... svo ég fór að skoða þá bíla sem ég var búin að skoða á netinu, en fann bara 1 !! sem segir mér það að bílasalar eru ekki duglegir að uppfæra síðurnar sínar... allaveg kl 11 var ennþá ekki búið að opna Bílalind svo ég ákvað bara að gefa skít í þá og leyta annað... renndum við í Toppbíla, sáum einn þar sem okkur leist mjög vel á, en var samt ekki bíll sem við vorum að leita að (neyslugrannur SMÁbíll) heldur subaru impreza 4x4 (hefur verið innkaupalistanum lengi) og það var stór afsláttur á bílnum sem auðveldaði ákvörðun okkar Smile eini ókosturinn fannst mér að hann er sjálfskiftur, en ég vandist því nú fljótt (þegar ég náði stjórn á kúplingsfætinum og lét sem ég ætti bara einn fót) svo núna á ég subaru... og að loforðinu mínu um heimferðina... þá brunuðum við í Elko og keyftum ferða dvd spilara og stubbana á dvd... og viti menn ég vissi bara ekki af honum syni mínum alla heimferðina...

Svo að ef einhverjum vantar station toyotu, jafnvel í skiptum við SMÁbíl þá á ég eina slika Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að ef ég ætla að fara að kaupa bíl næst ætla ég í Toppbíla, mér fannst bara allt þarna vera allveg toppur.

Unnar (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband