Leikskólamál

Ég er eiginlega guðslifandi fegin að ástandið sé ekki svona hérna fyrir vestan, veit af nokkrum börnum sem eru á aldri sonar míns og áttu að fá inni núna í haust... en það virðist víst hafa frestast eitthvað.

Annars er hann að byrja í aðlöguninni núna á mánudag, og ég verð að segja að ég hafi nokkrar blendnar tilfinningar til þessa, ég hlakka að hluta til að lillinn minn fái að umgangast smáfólk (þar sem að ekkert svoleiðis er í kringum okkur) og ég get farið almennilega útá vinnumarkaðinn og verið í kringum fullorðið fólk (eitthvað sem hefur skortað í mínu lífi síðan í des o5).


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af starfsmannaskorti á leikskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að skoða atvinnuauglýsingar af og til á netinu eins í fréttablaðinu og víðar. Það sem ég hef tekið eftir að mörg störf á leikskólunum eru ekki nema 30-40% Ég er ekki að segja þetta sé algilt heldur hef ég séð þetta. Eins eru laun kennara og þar með talið leikskólakennara ekki uppá marga fiska. Kennarar leita því annað eftir vinnu.

Unnar (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband