Ferðalag og gifting

Við Bergþór Óli fórum í smá ferðalag til Reykjavíkur í byrjun vikunar, og við tókum með okkur Óskar bróðir og mömmu... tilgangur ferðalagsins var að fara í giftinu hjá Ólöfu systir og Hauki. Athöfnin hjá sýslumanninum var mjög falleg, og það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var hátíðlegt þó að hjá sýsla væri, eftir athöfnina var okkur boðið í mat ásamt fleirum hjá þeim brúðarhjónum og þar var bara mjög gaman og litli gaurinn var það hrókur alls fagnaðar Grin

Á leiðinni heim keyrðum við á móti vindi alveg frá Kóparvogi og alveg heim í súganda, og ekki var undir 18 metrum alla leiðina þori ég að fullyrða. Allavega undir hafnarfjalli sáum við tjaldvagn sem hafði fokið útaf veginum, og vorum soldið hissa á að einhver væri að keyra með svona á eftir sér í þessu roki, allavega þá erum við að nálgast Búðardal að við sjáum það að við nálgumst svona fellihýsi... ég sá ekki bílinn sem dróg þetta og var aftur hissa á að einhver væri að draga svona ferlíki í roki og hvað það á bíl sem hvarf alveg á bakvið þetta... allavega þá lagði ég ekki í að taka framúr þessu ferlíki þar sem þetta tók hálfan veginn... þegar í Búðardal var komið sá ég að það var enginn smábíll sem dróg þetta ferlíki, heldur Rav4 jepplingur... Svo sáum við annað svona ferlíki í Búðardal og uppúr stóð rétt þakið á bílnum, þegar ég tók framúr bílnum sá ég að þetta var Landkrúser að draga, svo þetta eru ekkert smá felllhýsi sem um ræðir, eiginlega bara stórhýsi væri rétta orðið yfir þessi ferlíki.

Annars var nú restin af ferðinni tíðindalaus, urðum reyndar næstum bensínlaus á leiðinni og fórum á allra allra síðustu dropunum í Súðavík, vissi ekki að það skipti svona ofboðslega miklu máli að vera að keyra í mótvindi, en á leiðinni suður var rúmlega 1/4 tankur eftir þegar við komum í rvk, og Óskar bróðir flaug vestur svo það var einum færra í bakaleiðinni.

Jæja ég ætla að hætta að mala í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingu með litlu systur!

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband