Vetur? og nöldur

Enn og aftur er að renna upp sá tími árs sem mér finnst sem leiðinlegastur, ég veit ekki afhverju en mér finnst haustin svo leiðinlegt... sennilega af því að ég veit að veturinn er á næstu grösum, veturinn er svo sannarlega ekki minn tími, ég þoli ekki bleytuna og kuldann, ég þoli ekki að keyra á milli í snjó og leiðindafærð... ég er reyndar komin á 4x4 bíl og það breytir kanski einhverju, vonandi.

Allavega í morgun, eftir brjááálað veður í nótt, var grátt í fjölllum (birr)... og ég ákvað að Bergþór Óli væri bara heima í dag, þar sem ég er hvort sem er í fríi, nennti ómögulega að skottast yfir í slagvirði. En viti menn alltaf birtir upp og seinnipartinn í dag var bara komin sól Smile

En svona í kjölfar haustsins hef ég verið að skoða pollagalla, þar sem ég á jú lítinn gutta sem hefur gaman af að vera úti... allavega þá skil ég ekki afhverju er svona ofboðslega lítill munur á verði á fullorðinspollafötum og barna... http://www.66north.is/verslun/pc-127-475-hrsey-regnbuxur-me-smekk.aspx hér er td fullorðinspollabuxur sem kosta 3890 kr og hér eru http://www.66north.is/verslun/pc-158-437-freyja-smekkbuxur.aspx barnapollabuxur, en verðíð á þeim eru sléttar 3000 kr munurinn er semsagt 890 kr sem fullorðins eru dýrari, sem mér finnst fáranlega lítill munur, því það fer jú mun meira af efni í stærri buxurnar... getur verið að það sé verið að nýta sér það að pollabuxur á börn er eitthvað sem er verslað mun meira af þar börn á öllum aldri þurfa víst að halda á þessu ef þau ætla sér að vera eitthvað úti í rigningu... og þar af leiðandi er lagt mun meira á þessa vöru. Æji ég svo hallærisleg að ég verslaði bara pollagalla í rúmfó, sem er víst alveg ágætur til síns brúks, og fékk fyrir 1990 kr bæði buxur og jakka Wink

Jæja nóg af nöldri að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu! Ég kaupi alltaf pollaföt á mína skottu í Rúmfó (RL búðinni) og þau eru alveg ágæt skal ég segja þér :D 

Knús til ykkar vestur

Iddan     

Iðunn (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband