Bílar og vésen :c(

Það er alveg á hreinu að við þurfum að kaupa okkur annan bíl, þar sem gaurinn er að fara á leikskóla núna eftir 21 dag og Unnar að fara að vinna í Bolungarvík... Ég er búin að liggja yfir netinu og reyna að finna mjööög óóódýran lítinn smábíl, er ekki að nenna þessu, en verð samt að gera þetta því þegar við förum suður svo að versla loksins þennan blessaða bíl þá munum við ekkert hafa allan tímann í heiminum svo að við verðum að skoða vel áður en við förum af stað... svo við verðum semsagt ekki eins og hauslausar hænur í rvk að reyna að finna bíl sem hentar :c/

 

Svo vorum við búin að ákveða að flytja á ísó, því jú Unnar er að fara að vinna í Bolungarvík eins og ég sagði áður... er samt ekki alveg að sjá það gerast, við erum búin að tala um þetta síðan í vor, en erum við búin að setja húsið á sölu? nei... ég er svo björt að halda það að ég selji bara einn, tveir og bingó...  Svo ef þig vantar hús á Suðureyri þá geturu fengið það á kostakjörum :c)

 

Annars á ég eftir að vinna í 3 daga áður en ég fer í frí aftur... þetta svona síðasti sjéns að vera með lillanum mínum heima, því alvaran er að taka við og gaurinn að fara á leikskóla (vá hvað tíminn líður hratt, ég verð farin að fela bíllyklana áður en ég veit). Samt er þetta rosalega skrítið að hann sé að fara á leikskóla, ætli ég verð ekki að venjast því þar til hann fer í skóla hahaha

 

jæja nóg í bili


Gary Oldman

Æji mér finnst hann bara æði, hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldleikurum... hann er bara svalur.
mbl.is Gary Oldman er „svalur pabbi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð

Jahérna sko, ég verð alltaf jafn hissa á því þegar eru framin morð á íslandi, ég er svo saklaus að halda því fram að svona gerist bara ekki á íslandi. En svo er nú ekki. En svo virðist á fréttum að þetta hafi verið skipulögð árás, ég vona  svo sannarlega að ódæðismennirnir náist.
mbl.is Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara allt og ekkert

Æji ég hef svosem ekkert mikið að segja, er eitthvað svo andlaus þessa dagana, og er hálf slöpp í þokkabót :c/

Ein pæling samt, við hjónaleysin ákváðum að kíkja á ball á sælu... sem er svosem ekkert frásögufærandi, nema það spurðu okkar nánast allir sem á vegi okkar urði hvar er Bergþór eða hver er að passa? maður fékk svona á tilfinninguna að maður væri ekki ábyrgur foreldri og hefði bara skilið strákinn eftir einan heima... jújú maður veit alveg að fólk var ekkert að meina neitt illt með þessu, og við ákváðum að slá þessu upp í grín og segja : já sko við gáfum honum 3 stíla og bjór í pelann sinn, svo ætlum við að kíkja á hann eftir partý :c) okkur fannst þetta alveg svakalega fyndið...

En sælan var fín, lík og í fyrra þá var allt önnur upplifun á sælu, í ár sá ég nánast ekkert nema hoppukastala :c) í fyrra sá maður alla dagskránna á sælu (DAG dagskránna sko) en í ár komst ekekrt annað að en hoppukastalanir eða hobba eins og Bergþór sagði það sjálfur :c) Það verður gaman að sjá hvernig næsta sæla verður.

Annars er Ólöf systir ólétt :c) og settur dagur er 18. jan vona samt að barnið hennar komi ekki 17. jan (afmælisdagur bergþórs Óla). En það er bara gaman af þessu, og gaman og þau fái að kynnast því að vera foreldrar.

jæja ætla að hætta í bili

ps ef einhver var að pæla í því þá var Krissa systir að passa fyrir okkur ;c)


Heiðið brúðkaup og fl

Það er alveg merkilegt, í gær þegar ég var að sofna þá varð mér hugsað til stelpu sem var með mér í heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði, tjah ætli það hafi ekki verið ´91-´92, ég hef ekkert heyrt af né þessa stelpu síðan skólaslitin voru....

Við litla fjölskyldan fórum í brúðkaup áðan, rosalega fallegt, var í fjörunni í Haukadal (rétt hjá Þingeyri). Þetta var svona ekta brúðkaup að víkingasið, brúðhjónin Elvar Logi og Billa voru í víkingaklæðum og mér fannst þetta vera alveg þau :c)

Við fórum með litla villimanninn okkar með (18 mánaða), og ómen hvað ég sé eftir því að hafa ekki fengið pössun fyrir hann, því hann var sko alveg á því að fara sínar leiðir, fékk að sjálfsögðu að leika sér í fjörunni í fylgd mömmu sinnar (sem eignlega missti af athöfninni). Svo þegar minn maður ætlaði að fara að busla í sjónum þá fannst nú mömmunni alveg nóg komið, og ætlaði að reyna að vekja athygli á öðru en ónei í sjóinn ætlaði hann... svo ég ákvað nú að fara með hann, en nei þá varð hann alveg brjálaður, svo að í restina af athöfninni þá þyrfti ég að halda á honum og fara með hann afsíðis (vona nú samt að enginn hafi hugsað illa til okkar þó ég hafi strunsað með púkann öskrandi og grenjandi í burtu :c)

Jæja en minn maður jafnaði sig nú frekar fljótt á þessum ósköpum, svo að við ákváðum að fara inn í samkomuhúsið og fá okkur að borða, en ónei, því var minn maður sko ekki sammála, og upphófust nú sömu lætin og í fjörunni aftur, svo að ég mamman ákvað að fara með hann út. Fundum þar samkvæmistjald sem var ætlað börnunum og þar var litli gaurinn svo sáttur, fullt af krökkum og sandi til að leika sér að :c) mamman missti svona eiginlega að af öllu brúðkaupinu, en ég var svo sem sátt þar sem garuinn var sáttur...en svo spyr ég mig afhverju í ósköpunum datt mömmuni í hug að hafa litla krúttið sitt í hvítum buxum! :c)

En allavega að upphafinu, þá hitti ég þessa stelpu í þegar við vorum að fara, rosalega var það gaman, svona að rifja aðeins gömul kynni... ég hefði þó vilja getað staldrað aðeins lengur við og spjalla meira við hana og vona svo sannarlega að það líði ekki önnur 15 ár þar til ég hitti hana aftur.

jæja kveð að sinni


Nýtt blogg :c)

Jæja, nú er ég búin að ákveða að stofna nýtt blogg, þar sem gamla bloggið er löngu hætt að virka. Ég ætla að hafa fyrstu færsluna stutta, þar sem ég er að horfa á ópru :c)

kv garpurinn


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband