hér er ég

Frá okkur er allt ágætt að frétta, reyndar er litli gaurinn heima með upp og niður, en geri nú ráð fyrir að hann fari aftur á leikskólann á morgun.


Ég er byrjuð að vinna, og það 100% vinnu, sem ég hef ekki unnið síðan 2005, ég er mjög ánægð í nýju vinnunni... er reyndar búin að vera í 2 vikur. Ég er semsagt að vinna sem félagsliði í fjölbrautaskólanum og er að aðstoða 1 dreng. Þetta er svolítið öðrvísi en ég er vön, upplifi svolítið sem einyrkja, þar sem ég er ekki að vinna með hinum stuðningsfulltrúunum, og hitti þá sjaldnast (veit reyndar ekki hver þeir eru fyrir utan eina). Ég oftast bara ábókasafninu að lesa þegar er tími, svo að ég er búin að endurnýja kynnin mín við ísfólkið :c) 


Reyndar ákvað ég að skrá mig á skólabekk eftir áramót, eftir samþykki míns vinnuveitenda, fer semsagt í enskuáfanga og get vonandi nýtt tímann sem ég hef í bið í lærdóm og að fara í tíma.
Svo er komið smá babb í bátinn með leikskólann hjá lillanum :c( hann er ekkert alltof sáttur þar, og lætur það bitna á hinum börnunum... sé það núna hversu frábær eyrarskjól er og hvað það átti vel við minn litla kall að vera þar... ég held reyndar að þetta sé bara bakslag út af fluttningunum, ég meina það er allt nýtt hjá honum, ný börn, nýir leikskólakennarar, nýr matur, dót (sem var ekki á eyrarskj) nýtt húsnæði, nýtt umhverfi, og þar sem hann kann ekki að segja að hann sé ekki sáttur við þessar breytingar þá kemur þetta svona út hjá honum. Hann er reyndar mjög glaður heimafyrir svo við tókum ekki alveg eftir þessu fyrr en okkur var bent á það... en það er verið að taka á málunum og við förum sennilega á fund í næstu viku. 


Heimþráin hvarf þegar ég byrjaði að vinna... svo það er bara gott mál, þó að sjálfsögðu sakna ég þess sem ég hafði fyrir vestan (ásamt leikskólanum). Reyndar þegar ég sé að veðurspáin er ekki góð fyrir vestfirði þá verð ég mjög sátt að vera ekki í vondu veðri Right-click here to download pictures. To help protect your privacy, Outlook prevented automatic download of this picture from the Internet. og bara sátt við að sjá sólina hér Right-click here to download pictures. To help protect your privacy, Outlook prevented automatic download of this picture from the Internet. (reynda er alltaf sól í hnífsdal svo ég skil ekki hvað ég er að kvabba)


Annað sem ég sakna ekki, en það eru rollurnar í súgandafirði!! bara 5 já 5 bílar ónýtir á  dögum útaf rollugreijum á súgandafjarðarvegi, og það má alveg búast við því að bílarnir verði fleirri, því rollurnar fara inn í fyrsta lagi um áramót!! æji ég verð svo reið yfir þessari heimsku, er verið að bíða eftir því að einhver bíði bana? án gríns vilja bændur í súgandafirði hafa það á samviskunni? jújú kanski spila það inní að ég sé reið af því að ég hef oft verið sjálf nærri því að keyra niður rollu, og kanski líka af því að bróðir minn átti einn af þessum 5 bílum... en hvað þarf til að bændur þarna hætti að draga lappirnar og hætti að stofna vegfarendum og dýrum í hættu... svo er reyndar ráð að fá sér plóg á bílana til að minka hættu á skemmdum á bílunnum Right-click here to download pictures. To help protect your privacy, Outlook prevented automatic download of this picture from the Internet. (jæja þetta var smá útúrdúr frá heimþránni)
En ég held að við munum bara hafa það gott hér, við finnum hvorug þannig séð fyrir þessari blessaðri kreppu... tjahh jú fyrir utan hækkandi matarverðs... ég býst ekki við því að kíkja vestur fyrr en um páska, en það er þó aldrei að vita ef það kemur "löng helgi" en er ekki búin að fá stundaskránna fyrir næstu önn svo ég veit ekki hvernig það verður, en geri nú ráð fyrir að kíkja um páska :c)

Annars fann ég fyrir mínum fyrsta jarðskjálfta áðan, 2,5 á r, þetta var nú ekki mikið eitt lágvært búmm og smá dynkur... hélt að þetta væri einhver læti í krökkunum... en svo hringdi unnar í mig... var þetta jarskjálfti sagði hann... svo að þetta var skjálfti  

jæja búin að ausa úr mér viskunni í bili  
 

Discover the new Windows Vista Learn more!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klukkan hvað var jarðskjálftinn ?? Ég fór til Reykjavíkur um 3 leytið. Flott hjá þér að fara í ensku. Það er brjálað veður á Ísafirði svo frú Sigríður kemst ekki til Rvík en sól í Hnífsdal

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Garpur76

hann var um 15:30, svo þú hefur misst af honum... þetta var reyndar ekkert merkilegt, fattaði ekki strax að þa hafi verið skjálfti haha

verst að það sé ekki flugvöllur í hnífsdal

Garpur76, 28.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband