Heiðið brúðkaup og fl

Það er alveg merkilegt, í gær þegar ég var að sofna þá varð mér hugsað til stelpu sem var með mér í heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði, tjah ætli það hafi ekki verið ´91-´92, ég hef ekkert heyrt af né þessa stelpu síðan skólaslitin voru....

Við litla fjölskyldan fórum í brúðkaup áðan, rosalega fallegt, var í fjörunni í Haukadal (rétt hjá Þingeyri). Þetta var svona ekta brúðkaup að víkingasið, brúðhjónin Elvar Logi og Billa voru í víkingaklæðum og mér fannst þetta vera alveg þau :c)

Við fórum með litla villimanninn okkar með (18 mánaða), og ómen hvað ég sé eftir því að hafa ekki fengið pössun fyrir hann, því hann var sko alveg á því að fara sínar leiðir, fékk að sjálfsögðu að leika sér í fjörunni í fylgd mömmu sinnar (sem eignlega missti af athöfninni). Svo þegar minn maður ætlaði að fara að busla í sjónum þá fannst nú mömmunni alveg nóg komið, og ætlaði að reyna að vekja athygli á öðru en ónei í sjóinn ætlaði hann... svo ég ákvað nú að fara með hann, en nei þá varð hann alveg brjálaður, svo að í restina af athöfninni þá þyrfti ég að halda á honum og fara með hann afsíðis (vona nú samt að enginn hafi hugsað illa til okkar þó ég hafi strunsað með púkann öskrandi og grenjandi í burtu :c)

Jæja en minn maður jafnaði sig nú frekar fljótt á þessum ósköpum, svo að við ákváðum að fara inn í samkomuhúsið og fá okkur að borða, en ónei, því var minn maður sko ekki sammála, og upphófust nú sömu lætin og í fjörunni aftur, svo að ég mamman ákvað að fara með hann út. Fundum þar samkvæmistjald sem var ætlað börnunum og þar var litli gaurinn svo sáttur, fullt af krökkum og sandi til að leika sér að :c) mamman missti svona eiginlega að af öllu brúðkaupinu, en ég var svo sem sátt þar sem garuinn var sáttur...en svo spyr ég mig afhverju í ósköpunum datt mömmuni í hug að hafa litla krúttið sitt í hvítum buxum! :c)

En allavega að upphafinu, þá hitti ég þessa stelpu í þegar við vorum að fara, rosalega var það gaman, svona að rifja aðeins gömul kynni... ég hefði þó vilja getað staldrað aðeins lengur við og spjalla meira við hana og vona svo sannarlega að það líði ekki önnur 15 ár þar til ég hitti hana aftur.

jæja kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÓKEY....... hér ertu að blogga

Jóhanna bumba (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband