Fyrir nokkrum árum lennti ég í mjög skondnu atviki, sem ég bloggaði um á sínum tíma á gamla blogginu.... ég kóperai textann hér fyrir neðaðan... ætla svo a segja ahverju ég er að rifja þetta upp núna neðst...
Júní 2003
Jæja... Ómægod!!!!! ég er alveg ótrúleg... það kom sölumaður hérna áðan, sem er svosem ekkert að segja frá... nema allavega... hann var rosalega skrítinn við mig allan tímann, spurði eftir mömmu minni og stuff sagði að ég væri eitthvað svo ungleg... nema ég sagðist vera húsfreyjan á þessu heimili... nema hvað hann var að reyna að selja mér einhverskonar engla... nema hvað... að hann kallaði mig drottningu allan tíma... sem ég var bæðövei ekki að skilja!!! nema mér tókst að losna við hann... fór inní tölvuherbergið aftur og var gera mitt stöff þar... nema svona hálftíma seinna kom kallinn minn og sagði : varstu nokkuð með þessa kórónu þegar þú fórst til dyra??? þá var einhver svona kóróna sem leikfélagið á(svona kóngakóróna!!!), á tölvuborðinu mínu... og fyrr í kvöld setti ég hana á hausinn einhverra hluta vegna... nema að ég var búin að gleyma því... og fór því til dyra með helv... kórónuna á hausnum og fattaði ekkert!!!! en ég er sko búin að hlæja að þessu svona í ca hálftíma... og varð bara að deila því með einhverjum :c) kallinn hefur örugglega haldið að ég væri eitthvað rosalega skrítin eða eitthvað ... hehehehehehe
<----- svona var kórónan!!
Allavega bregðum okkur 5 ár fram í tímann eða til nóv 2008
Í gærkveldi var bankað hérna hjá okkur, ég fer til dyra... og þar er maður þar að selja engla, og ég hugsaði ómæ ómæ, jáhérna hér eitthvað kannast ég við þetta... nánast bara deisjávú sko... og kveikti ég svo á hver hann var... loksins fæ ég uppreisnar æru!! hehe, ég bara varð að spurja hann hvort hann hafi verið að selja þessa engla fyrir vestan fyrir ca 5 árum... jújú það passaði... svo ég gerðist svo frökk að spurja hvort hann myndi eftir konunni me kórónun... og hann sprakk úr hlátrí, jújú hann mundi eftir mér... sagði svo að þetta hafi verið mjög skemmtileg uppákoma sem margir hafa hlegið af... hehe
Athugasemdir
bwhahahahaa ég man sko alveg eftir þessum sölumanni. Því eftir kórónuatvikð þá hringdiru í mig og sagðir mér frá og þessi umræddi sölumaður kom svo til mín og spurði mig voða varlega um konuna með kórónuna og þar leiðrétti ég mjög STÓRANN misskilning....
Dí hún sit ég í tíma og bæli niður hláturinn sjæks
Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:51
en spáðu í það sömu englar ennþá 5 árum seinna...... gæinn gefst greinilega ekki upp
Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:53
hahaha já nákvæmlega... 5 árum seinna og smu englar
Garpur76, 13.11.2008 kl. 09:44
Jóhann mín er kórónan enn til ? Þá hefuru hana á konukvöldinu í kvöld, ég verð bara hinum megin í salnum hehe
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:03
Guðrún því "miður" þá "týndist" kórónan góða í flutningum í vor, en annars hefði ég verið flott í kvöld sko
Garpur76, 13.11.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.