Allt eða ekkert!!



Í gær, með mjög stuttu millibili fékk ég tvö símtöl, og í bæði skiptin er verið að bjóða mér starf!! Annað starfið lýst mér mjög vel á, en kanski ekki alveg eins vel á hitt... en hafna þó því ekki ef ég fæ hitt starfið ekki. En samt alveg týpískt, í langan tíma er ekkert í gangi, svo bara búmm fullt að gerast... hehe ekkert ósátt með það.

Það var alveg bjálað að gera um helgina, eða þannig sko, kíkti í bæinn um helgina... fór á lagersöluna hjá just for kids, keyfti meiri hlutan af barnajólagjöfunum... á reyndar Bergþór og Ingjald eftir... en ágætt að vera búin með stórann hluta af jólagjöfunum, og hvað þá að fá þokkalegar gjafir á lægra verði :c) Svo kíktum við Ólöf í krepuutorg, og ómæ þetta er svo sannarlega réttuppnefni fyrir korputorgið, bílastæðin voru nánast auð kl 5 á föstudegi, kíktum í rúmfó og búðin var tóm... án gríns þá voru fleirri starfsmenn heldur en viðskiptavinir... kíktum svo í ILVU, flott búð, en hef ekki trú á að hún verði opin lengi því miður. Mér fannst þessi búð reyndar ekki barnvæn, td var ekki hægt að fá barnastól í kaffiteríunni... en svona er það nú

Ég kíkti svo aftur í bæinn á laugardeginum, fór með Ólöfu og co í kolaportið, og ómæ óm, hvernig í ósköpunum datt mér í hug að fara með son minn þangað kerrulaus!! en það hafðist svosem... en note to self aldrei aftur án kerru þangað hehe
Við kíktum svo á mótmælin, og þar kom sama vandamál með kerruleysið, hann skildi ekkert í því að meiga ekki hlaupa um frjáls... en ég hreinlega þorði því ekki þar sem mannfjöldinn var svo mikill... og ef uppúr syði þá væri það ekkert grín... ekki það að ég ætti von á því að sjóða myndi uppúr, en ég tek ekki svona sjénsa!

 Annars var brjálað að gera hjá Unnari um helgina, hann var að vinna, vinna og já vinna... hann var að sjá um samsuð, sem er söngvakeppni félagsmiðstöðva á suðurhorninu... semsagt brjálað að gera... enda erum við Bergþór nánast ekkert búin að sjá hann sl 2 vikur...  helgina enduðum við svo á að bjóða systrum mínum ok co í mat, ég hafði heimabakaða pizzu og tilheyrandi... svo næstu helgi kemur tengdamamma suður, svo að ég á von á að hún kíki allavega á laugardeginum :c)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gat nú verið varst það nokkuð þú sem klifraðir upp á Alþingishúsið með glæpamannsfánann ???

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:23

2 identicon

Til hamingju með djobbið

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband