Það er svosem ekkert að frétta hér...
Ég drattaðist loksins að skrá mig atvinnulausa, þýðir ekkert að vera í neinum draumaheimi... hehe ég veit alveg að ég fæ vinnu, en það gæti kanski orðið smá bið á því... og þá er bara spurning um að hafa jákvætt hugarfar! og kanski já endurraða sokkaskúffunni minni eins og nafna mín nefndi.
Við fórum síðustu helgi í ikea að versla hillur(loksins) í herbergið hans Bergþórs, ætluðum að gera það í sumar þegar við vorum að kaupa rúmið... en einhverra hluta vegna fór ég aldrei í það (já leti) en sem betur fer gerðum við það ekki, því að herbergið hans fyrir vestan var töluvert stærra og við höfðum frekar stórar og miklar hillur í huga fyrir það herbergi... en ég var semsagt að leggja lokahönd á herbergið áðan, og fór ég gegnum allt dótið, og úff ég tók heilann stórann kassa frá af dóti sem er orðið úrsérgengið eða hæfir ekki hans aldri lengur.... En semsagt litli maðurinn var mjööög glaður þegar ég sótti hann áðan á leikskólann.
Annars er lítið að frétta af okkur í bili, er alalvega jákvæðari en síðast þegar ég bloggaði :c)
Athugasemdir
tek þig með mér og Jóni Þór í gönguferð um helgina.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:12
Hæ Jóhanna og co.
Vona að allt gangi vel með atvinnuleytina. Annars bara að kvitta fyrir innlitið.
Gangi ykkur vel á Selfossi
Kveðjur úr skurðinum hehe.. Petra bumba og co.
Petra bumba (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.