Ég er með gífurlega "heim"þrá þessa dagana mig langar bara að fara vestur aftur, finnst ég vera svo gagnlaus hérna... sennilega spilar sú tilfinning inní af því að ég er ekki búin að fá vinnu ennþá, vona að eitthvað fari að skírast í þeim málum... en eins líka von á því að það gerist ekki, atvinnuástandið er nú ekki uppá marga fiska þessa dagana. Það eru allir að halda að sér höndunum í ráðningum :c(
Ég kíkti suprice í grindavík til ólafar systu á laugardaginn, bæði svo að unnar fengi frið til að læra, og líka bara að fara út... ég fór suðurleiðina, hún er aðeins styttri og tekur styttri tíma að keyra... en er ómalbikuð að mestum hluta, ég hugsa nú að ég nenni ekki að keyra þessa leið aftur þegar er snjór, en mun hiklaust keyra hana þegar snjórinn er farin... ég kýs frekar ómalbikað í stað umferðarbrjálæðisins í rvk, og tala nú ekki um að engin ljós eru á leiðinni.og ekki kemur að sök að það er mjög fallegt á þessari leið.... og ég get séð sjóinn :c)
æji ég hef ekkert meira að segja að stöddu, vona að ég sé jákvæðari í næstu færslu
Athugasemdir
Jóhanna mín hvaða væl er þetta ?? Harkaðu af þér þú ferð að fá vinnu. Fer að koma og draga þig út í göngutúr. Svo förum við að starta saumó.
GuðrúnJónsd (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:03
Já andsk.. væl er þetta í mér, vaknaði víst eitthvað öfugt hehe
en já hlakka til saumó, verður bara gaman af því
Garpur76, 28.10.2008 kl. 12:28
Blessuð og sæl. Mundu bara að missa ekki móðinn. Þetta gengur yfir eins og annað. Notaðu bara tímann vel sem þú hefur núna. Farðu í gengum bókhaldið, endurraðaðu barnamyndum (framkalla fyrst), raðaðu fötum í stafrófsröð í fataskápana og njóttu þess að láta þér leiðast. Áður en þú veist af verður allt komið á fullt og þá hugsarðu til þess að þú hefðir átt að nota tímann betur. Manstu "maður velur sér viðhorf".
Bestu kveðjur Inga, Hvestukellur biðja að heilsa
Inga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:39
já ég veit, ég þarf að fiska mig upp
Er reyndar mun jákvæðari í dag, Guðrún reif mig upp og dróg mig í göngutúr, hafði mikið að segja
Bið að heilsa til baka
kv JÓ
Garpur76, 29.10.2008 kl. 15:12
Svo þegar í harðbakkan slær er er alltaf hægt að endurskipuleggja sokkaskúffuna sína
Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:43
Sæl og heil mín kæra. Hvernig er það er enginn tími til skrifta. Hér er allt gott erum á fullu í kertagerð. Í dag verður dunddagur farið í Bingó og föndrað. Söknum ykkar Guðrúnar Kv. frá okkur kellunum í Hvestu
Hvestukellur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.