Fullt af fréttum

Jáhá!! það er sko hellingur búið að gerast síðan síðast

Við seldum húsið, fluttum á ísó... bjuggum þar í ca 4 mánuði, unnar missti vinnuna í bolungarvík... svo að hann fór í atvinnuleit... og fékk vinnu... á selfossi!! svo við erum flutt á suðurlandið!!

Unnar fór í byrjun september, en við Bergþór komum á föstudaginn. Síðustu vikur hafa verið alveg rosalega erfiðar, þá var ég sérstaklega viðkvæm að kveðja leikskólann hjá Bergþóri, ég og strákurinn höfum verið mjög ánægð með leikskólann, og þá sérstaklega hópstjórann hans... hann fékk að kveðjugjöf myndir af sér og félögum sínum, svo var smá aukagjöf til mömmunar... eða mynd af möggu (hópstjóranum) segja uss... svona ef hann verður mér erfiður þá má ég nota myndina á hann... hehe ég verð nú að viðurkenna að mér þótti alveg afskaplega vænt um þetta.

Á föstudaginn kvaddi ég vinnuna mína, og það var ekkert smá erfitt, ég er búin að tengjast þessum stað í ca 13 ár... svo að kveðja var mér þungbært, og það voru nokkur tár sem runnu hjá mér þegar ég var að keyra suður Crying

Annars fór ég í atvinnuviðtal í dag... úff var ekkert smá kvíðin, enda ekki farið í atvinnuviðtal í um 10 ár... en það var svosem lítil ástæða að vera stressuð, enda var mjög vel tekið á móti mér... og starfsmannastjórinn einn sá hressasti starfsmannastjóri sem ég hef hitt... allavega ef ég þarf að fara í fleirri atvinnuviðtöl þá vona ég að það verði eins sársaukalaust og þetta viðtal Wink

Ætla ekki að hafa þetta lengra þar sem ég er að fara með gaurinn í saumtöku  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóhanna mín

Þar sem ég var ekki á staðnum til að kveðja þig þá vil ég hér með þakka þér fyrir samvinnuna og við söknum þín. Allar góðar óskir til ykkar á nýjum stað.  Kv. Rannsý

Rannsý (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Garpur76

Takk Rannsý mín

Garpur76, 8.10.2008 kl. 08:29

3 identicon

Frábært að fá fréttir af þér/ykkur. Set þig í tengla hjá mér og fylgist með ykkur :) Hvernig er sá stutti í hökunni? Vonandi grær sárið vel:)

Petra (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Hæ hæ

Gangi ykkur vel á Selfossi, trúi ekki öðru en að allt gangi vel þar. Er sjálf að ganga í gegn um þennan atvinnuviðtalapakka og skil vel hvernig þér líður. Vonum bara að eitthvað fari að gerast hjá okkur báðum.

Lilja Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband