Síðasta færsla sem ég skrifaði var mögnuð... árið á eftir var að sjálfsögðu "sprengi" ár... en á svo góðan hátt, ætla ekki að skrifa um það í augnablikinu... geri það seinna
Núna sækja að mér hugsanir og minningar úr æsku, sennilega vegna þess að ég er nýorðin móðir og er að velta mikið fyrir mér uppeldi, hvað ég vil gera og hvað ég vil EKKI gera...
ég átti ekki góða æsku, ég veit ekki hvort það komi á óvart en hún var stormasöm, faðir minn er siðblindur og drykkfeldur ofan í það... það má segja að 85% af þeim tíma sem hann var í landi þá var fullur eða þunnur, og þegar hann var fullur þá varði það ekki í eitt kvöld, ó nei! það varði heila helgi og helst lengur... það var dreginn allskonar ruslalýður heim, sem átti ekki samleið með börnum. Þessir rónar voru mikilvægari heldur en afkvæmin, enda engin virðing fyrir okkur borin, ekki þá og ekki í dag...
Ef enginn róninn var til að draga heim þá máttum við börnin gjöra svo vel og halda manninum félagsskap, langt frameftir nóttu þá máttum við hlusta á rausið í honum... stundum fengum við að fara að sofa,,, eeeen við gátum líka þá alveg átt von á því að hurðinni væri rokið upp og þá átti maður ekki von á góðu, þá var kallinn brjálaður, við vorum rifin upp á hnakkadrambinu og áttum að fara að taka til og þrífa! um miðja nótt!! stundum sluppum við, en þá vaknaði maður oft upp við að karlhelvítið væri að gera tilraun til að murka lífið úr mömmu okkar...
Það eru afskaplega fáir dagar sem ég góða minningar af, því miður... maður hefði nú haldið að jólin hefði fengið að sleppa, en ó nei! þorláksmessa var sennilega versti dagurinn, þá var undirbúingurinn á fullu, tekið til og þrifið, svo fengum við börnin oftast að fara að sofa, seint... og oftast nær vakanði maður við fyllerislæti, og aðfangadagur fór í það að læðast svo maður myndi ekki vekja kallinn, þunnur var hann svo á aðfangadagskvöldi, við borðhaldið og við jólatréð... núna í seinnitíð hefur hann fundið sér leið til að drekka á aðfangadag, rauðvín með matnum... hann sá til þess að allir sem drykkju rauðvín kæmu með sína flösku... þá var til nóg að drekka, en sem betur fer sáum við honum fljótlega og hættum að koma með rauðvín, enda er ein flaska meira en nóg fyrir tvo með matnum!
... ég nenni að ekki lengur að taka þátt í meðvirkninni sem fylgir svona, ég ætla ekki þegja lengur um þetta, enda gerði ég aldrei neitt rangt!
...Ég ætla að láta þetta heita gott í bili, það var rosalega gott að getað skrifað þetta frá sér, ég veit ekki hvernig viðbrögðin við þessu verða, sennilega engin því það lesa þetta orðið mjög fáir hjá mér... en frá uppeldissjónarmiðum sem ég var að tala um í upphafi þá get ég alltaf sagt að börnin mín munu sem betur fer aldrei fá að upplifa svona :)
Flokkur: Bloggar | 30.9.2012 | 14:56 (breytt kl. 14:56) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.