Árið.... og allt það

Ákvað að rækta aðeins þetta blogg mitt, held reyndar að það lesi það engin... en það skiptir engu, þetta er bara mitt bull :)

Ég talaði um í þarsíðustu færslu að ég vonaði að árið 2009 yrði rólegra ár hjá mér, minni umbrot og þess háttar... raunin varð ekki þannig... í raun varð árið 2009 eitt erfðasta/skemmtilegasta/umbrotasamasta ár sem ég hef upplifað. Það voru miklar breytingar á mér, miklar pælingar, það má segja að ég hafi tekið gömlu mig sett hana í greiningarvél og breytt öllu því sem ég vildi breyta í mínu lífi... þetta var langt frá því að vera sársaukalaust ár, sumir voru særðir, þar á meðal ég... en ég er bara þannig gerð að ég er mjög fljót að afgreiða hluti svo ég stend upp úr þessum erfiðleikum. Þetta ár var lika mikið þannig hjá mér að ég var mikið að uppgötva sjálfa mig, og er enn að því... eiginlega er ég að kynnast sjálfri mér upp á nýtt, hvað ég vil, hvað mér finnst, hvað ég get, hvað ég kann, hvað ég vil kunna...

Ég hef líka gert margar uppgötvanir um sjálfa mig á síðasta ári, og ætla mér að uppgötva fullt af nýju á þessu ári...
Sumarið var frekar rólegt hjá mér, á yfirborðinu, ég skráði mig í fjölbraut og tók 2 áfanga, aldrei ætla ég að taka sumaráfanga aftur... það var erfitt, sérstaklega þar sem það kraumaði undir niðri hjá mér, en ég hafði þetta af og náði að klára þessa áfanga. Ég tók þá stóru ákvörðun árið 2009 að skilja við sambýlismann minn og kærasta til 16 ára... það var mjög erfið ákvörðun hjá mér, og ég var mjög lengi að taka þá ákvörðun, en lét til skara skríða eftir verslunarmannahelgi... ætla ekkert að fara nánar út í ástæður hér, en í dag erum við bæði sátt við þessa ákvörðun mína... og ég óska honum alls þess besta í lífinu :)

Þar sem eg hafði aldrei á ævi minni verið ein, þá var þetta mikil áskorun hjá mér og er það enn, er svolítill einfari í mér og hef alltaf verið það, þó ég sakni þess stundum að hafa einhvern... til að spjalla, kúra og þess háttar... en þetta er búið að vera mikill skóli hjá mér að tækla lífið og tilveruna... en ég á góða vinkonu sem hjálpar mér að geta allt... hún Pollýanna mín er algjört æði :)
Í raun hefur þetta verið allt ein áskorun hjá mér, er líka mikið að ögra sjálfri mér, því í raun get ég verið algjör gunga... en það er eitt af því sem ég er að reyna að breyta...

Tala nú ekki um að ég léttist um ca 30 kg á árinu 2009, en það er bara frábært sko...

Ég veit ekki hvaða væntingar ég ætla að hafa til ársins 2010... átti frekar táknræn áramót, á miðnætti þegar allir voru að knúsa maka sína gleðilegs árs, stóð ég ein í sprengingunum ein... en ég var svo sátt, mér leið svo vel og vissi að allt yrði í lagi... þó svo að lætin í flugeldunum voru mikil og einkenndu sl ár hjá mér... miklar sprengingar og læti... þá var ég svo sátt... og vissi að árið 2010 yrði árið mitt, árið sem allt mun gerast hjá mér... hvað svosem það þýðir... en ég mun taka því fagnandi, hvort sem þetta verður rólegt ár eða annað sprengi ár hjá mér...

ætla a láta þetta duga í bili... veit ekkert hvenær ég blogga aftur... en það kemur bara í ljós :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill hjá þér Jóhanna. Þú ert hetja og stendur þig rosalega vel! Það er dásamlegt að sjá og fylgjast með þér. Þú hefur sýnt og sannað að það er allt hægt... alveg sama hvað! Knús til þín á nýju ári. kveðja Iðunn

Iðunn (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Garpur76

Iðunn mín takk kærlega fyrir það... og allt hitt :)

Garpur76, 15.1.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband