Færsluflokkur: Bloggar
Síðasta færsla sem ég skrifaði var mögnuð... árið á eftir var að sjálfsögðu "sprengi" ár... en á svo góðan hátt, ætla ekki að skrifa um það í augnablikinu... geri það seinna
Núna sækja að mér hugsanir og minningar úr æsku, sennilega vegna þess að ég er nýorðin móðir og er að velta mikið fyrir mér uppeldi, hvað ég vil gera og hvað ég vil EKKI gera...
ég átti ekki góða æsku, ég veit ekki hvort það komi á óvart en hún var stormasöm, faðir minn er siðblindur og drykkfeldur ofan í það... það má segja að 85% af þeim tíma sem hann var í landi þá var fullur eða þunnur, og þegar hann var fullur þá varði það ekki í eitt kvöld, ó nei! það varði heila helgi og helst lengur... það var dreginn allskonar ruslalýður heim, sem átti ekki samleið með börnum. Þessir rónar voru mikilvægari heldur en afkvæmin, enda engin virðing fyrir okkur borin, ekki þá og ekki í dag...
Ef enginn róninn var til að draga heim þá máttum við börnin gjöra svo vel og halda manninum félagsskap, langt frameftir nóttu þá máttum við hlusta á rausið í honum... stundum fengum við að fara að sofa,,, eeeen við gátum líka þá alveg átt von á því að hurðinni væri rokið upp og þá átti maður ekki von á góðu, þá var kallinn brjálaður, við vorum rifin upp á hnakkadrambinu og áttum að fara að taka til og þrífa! um miðja nótt!! stundum sluppum við, en þá vaknaði maður oft upp við að karlhelvítið væri að gera tilraun til að murka lífið úr mömmu okkar...
Það eru afskaplega fáir dagar sem ég góða minningar af, því miður... maður hefði nú haldið að jólin hefði fengið að sleppa, en ó nei! þorláksmessa var sennilega versti dagurinn, þá var undirbúingurinn á fullu, tekið til og þrifið, svo fengum við börnin oftast að fara að sofa, seint... og oftast nær vakanði maður við fyllerislæti, og aðfangadagur fór í það að læðast svo maður myndi ekki vekja kallinn, þunnur var hann svo á aðfangadagskvöldi, við borðhaldið og við jólatréð... núna í seinnitíð hefur hann fundið sér leið til að drekka á aðfangadag, rauðvín með matnum... hann sá til þess að allir sem drykkju rauðvín kæmu með sína flösku... þá var til nóg að drekka, en sem betur fer sáum við honum fljótlega og hættum að koma með rauðvín, enda er ein flaska meira en nóg fyrir tvo með matnum!
... ég nenni að ekki lengur að taka þátt í meðvirkninni sem fylgir svona, ég ætla ekki þegja lengur um þetta, enda gerði ég aldrei neitt rangt!
...Ég ætla að láta þetta heita gott í bili, það var rosalega gott að getað skrifað þetta frá sér, ég veit ekki hvernig viðbrögðin við þessu verða, sennilega engin því það lesa þetta orðið mjög fáir hjá mér... en frá uppeldissjónarmiðum sem ég var að tala um í upphafi þá get ég alltaf sagt að börnin mín munu sem betur fer aldrei fá að upplifa svona :)
Bloggar | 30.9.2012 | 14:56 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég talaði um í þarsíðustu færslu að ég vonaði að árið 2009 yrði rólegra ár hjá mér, minni umbrot og þess háttar... raunin varð ekki þannig... í raun varð árið 2009 eitt erfðasta/skemmtilegasta/umbrotasamasta ár sem ég hef upplifað. Það voru miklar breytingar á mér, miklar pælingar, það má segja að ég hafi tekið gömlu mig sett hana í greiningarvél og breytt öllu því sem ég vildi breyta í mínu lífi... þetta var langt frá því að vera sársaukalaust ár, sumir voru særðir, þar á meðal ég... en ég er bara þannig gerð að ég er mjög fljót að afgreiða hluti svo ég stend upp úr þessum erfiðleikum. Þetta ár var lika mikið þannig hjá mér að ég var mikið að uppgötva sjálfa mig, og er enn að því... eiginlega er ég að kynnast sjálfri mér upp á nýtt, hvað ég vil, hvað mér finnst, hvað ég get, hvað ég kann, hvað ég vil kunna...
Ég hef líka gert margar uppgötvanir um sjálfa mig á síðasta ári, og ætla mér að uppgötva fullt af nýju á þessu ári...
Sumarið var frekar rólegt hjá mér, á yfirborðinu, ég skráði mig í fjölbraut og tók 2 áfanga, aldrei ætla ég að taka sumaráfanga aftur... það var erfitt, sérstaklega þar sem það kraumaði undir niðri hjá mér, en ég hafði þetta af og náði að klára þessa áfanga. Ég tók þá stóru ákvörðun árið 2009 að skilja við sambýlismann minn og kærasta til 16 ára... það var mjög erfið ákvörðun hjá mér, og ég var mjög lengi að taka þá ákvörðun, en lét til skara skríða eftir verslunarmannahelgi... ætla ekkert að fara nánar út í ástæður hér, en í dag erum við bæði sátt við þessa ákvörðun mína... og ég óska honum alls þess besta í lífinu :)
Þar sem eg hafði aldrei á ævi minni verið ein, þá var þetta mikil áskorun hjá mér og er það enn, er svolítill einfari í mér og hef alltaf verið það, þó ég sakni þess stundum að hafa einhvern... til að spjalla, kúra og þess háttar... en þetta er búið að vera mikill skóli hjá mér að tækla lífið og tilveruna... en ég á góða vinkonu sem hjálpar mér að geta allt... hún Pollýanna mín er algjört æði :)
Í raun hefur þetta verið allt ein áskorun hjá mér, er líka mikið að ögra sjálfri mér, því í raun get ég verið algjör gunga... en það er eitt af því sem ég er að reyna að breyta...
Tala nú ekki um að ég léttist um ca 30 kg á árinu 2009, en það er bara frábært sko...
Ég veit ekki hvaða væntingar ég ætla að hafa til ársins 2010... átti frekar táknræn áramót, á miðnætti þegar allir voru að knúsa maka sína gleðilegs árs, stóð ég ein í sprengingunum ein... en ég var svo sátt, mér leið svo vel og vissi að allt yrði í lagi... þó svo að lætin í flugeldunum voru mikil og einkenndu sl ár hjá mér... miklar sprengingar og læti... þá var ég svo sátt... og vissi að árið 2010 yrði árið mitt, árið sem allt mun gerast hjá mér... hvað svosem það þýðir... en ég mun taka því fagnandi, hvort sem þetta verður rólegt ár eða annað sprengi ár hjá mér...
ætla a láta þetta duga í bili... veit ekkert hvenær ég blogga aftur... en það kemur bara í ljós :)
Bloggar | 15.1.2010 | 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aldrei þessu vant þá leggst þessi vetur bara vel í mig hér á suðurlandinu, hér getur jú verið kalt, en ég hef barasta ekki upplifað alvöru vetur hérna, jújú það er snjór... en ekki mikill og aldrei svo mikill að ég hafi náð að festa bílinn minn (unnars bíl) og hann er ekki einu sinni á nöglum... ekki sjénsinn að hafa getað keyrt hann upp hjallaveginn (hvað þá upp að göngum) naglalausann að vetri til fyrir vestan... og hér er sólin allt árið og birtir fyrr... jájá bara sæla
Ég skráði mig í enskuáfanga í fjarnámi þessa önnina, svo sú gamla er bara sest á skólabekk... og só far só gúd, hef reyndar verið að hlusta líka mikið á hljóbækur á ensku þessa dagana, fékk ljósaskipti í jólagjöf, og var sko engan vegin að nenna að bíða eftir framhaldinu þangað til í október... er sko orðin húkkt eins og versti táningur á þessari bókarseríu...
Jóhanna vinkona kom í heimsókn í gær, kom frá akureyri í einhverja vísindaferð... ekkert smá gaman að hitta hana... en svo þegar ég var að koma heim eftir að skuttla henni til rvk keyrði ég framá slys, stelpu greyj sem keyrði á vegrið, alltí lagi með stelpuna, bíllinn í klessu... stelpan var ekki alveg beint í andlegu ástandi til þess að vera ein svo að ég lét hana bíða í bílnum mínum þar til einhver kæmi... en þetta fékk mig alveg til þess að hugsa að ég verð að passa mig sjálf, því ég get alveg átt við "smá" vandamál að stríða þegar ég er að keyra... svo að hraðinn fór ekki yfir 90 hjá mér eftir að vinkonur stelpunar komu... þarft fyrir mig að fá svona áminningu því miður
Annars er allt bara í góðum gír hérna hjá okkur, ég ánægð í vinnunni, sakna þó hvestukella, strákurinn að sættast við leikskólann, og unnar sáttur líka
Bloggar | 8.2.2009 | 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleðileg jól :c)
Það hafa alveg ótrúlegir hlutir gerst í mínu lífi sl mánuðinn... sátt og samband hefur komist á í fjölskyldunni minni, allt einni manneskju að þakka... sem sparkaði í rassinn minn, en ég er mjög þakklát að hún tók ákvörðun um að sparka í minn rass :c)
Annars hefur verið hellingur að gerast hjá mér núna seinnipart desember, ég hélt skötuveislu hérna fyrir 15 manns og heppnaðist hún mjög vel, svo voru mamm, pabba, systkyn mín og viðhengi hjá mér á aðfangadag, tengdamamma kom hér á jóladag, svo fórum við í kaffi til ömmu og afa í hveragerði annann jóladag.
Annars hefur 2008 verið mjög erfitt ár hjá mér, mikil umbrot, og miklar breytingar hjá mér, en ég náði að sigla í gegnum , ég vona svo sannarlega að 2009 verði rólegra ár... og ekki eins miklar breytingar ;c)
Er að fara á eftir í grindavík og eyði restinni af árinu þar ásamt fjölskyldunni minni :c)
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Bloggar | 31.12.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frá okkur er allt ágætt að frétta, reyndar er litli gaurinn heima með upp og niður, en geri nú ráð fyrir að hann fari aftur á leikskólann á morgun.
Ég er byrjuð að vinna, og það 100% vinnu, sem ég hef ekki unnið síðan 2005, ég er mjög ánægð í nýju vinnunni... er reyndar búin að vera í 2 vikur. Ég er semsagt að vinna sem félagsliði í fjölbrautaskólanum og er að aðstoða 1 dreng. Þetta er svolítið öðrvísi en ég er vön, upplifi svolítið sem einyrkja, þar sem ég er ekki að vinna með hinum stuðningsfulltrúunum, og hitti þá sjaldnast (veit reyndar ekki hver þeir eru fyrir utan eina). Ég oftast bara ábókasafninu að lesa þegar er tími, svo að ég er búin að endurnýja kynnin mín við ísfólkið :c)
Reyndar ákvað ég að skrá mig á skólabekk eftir áramót, eftir samþykki míns vinnuveitenda, fer semsagt í enskuáfanga og get vonandi nýtt tímann sem ég hef í bið í lærdóm og að fara í tíma.
Svo er komið smá babb í bátinn með leikskólann hjá lillanum :c( hann er ekkert alltof sáttur þar, og lætur það bitna á hinum börnunum... sé það núna hversu frábær eyrarskjól er og hvað það átti vel við minn litla kall að vera þar... ég held reyndar að þetta sé bara bakslag út af fluttningunum, ég meina það er allt nýtt hjá honum, ný börn, nýir leikskólakennarar, nýr matur, dót (sem var ekki á eyrarskj) nýtt húsnæði, nýtt umhverfi, og þar sem hann kann ekki að segja að hann sé ekki sáttur við þessar breytingar þá kemur þetta svona út hjá honum. Hann er reyndar mjög glaður heimafyrir svo við tókum ekki alveg eftir þessu fyrr en okkur var bent á það... en það er verið að taka á málunum og við förum sennilega á fund í næstu viku.
Heimþráin hvarf þegar ég byrjaði að vinna... svo það er bara gott mál, þó að sjálfsögðu sakna ég þess sem ég hafði fyrir vestan (ásamt leikskólanum). Reyndar þegar ég sé að veðurspáin er ekki góð fyrir vestfirði þá verð ég mjög sátt að vera ekki í vondu veðri og bara sátt við að sjá sólina hér (reynda er alltaf sól í hnífsdal svo ég skil ekki hvað ég er að kvabba)
Annað sem ég sakna ekki, en það eru rollurnar í súgandafirði!! bara 5 já 5 bílar ónýtir á dögum útaf rollugreijum á súgandafjarðarvegi, og það má alveg búast við því að bílarnir verði fleirri, því rollurnar fara inn í fyrsta lagi um áramót!! æji ég verð svo reið yfir þessari heimsku, er verið að bíða eftir því að einhver bíði bana? án gríns vilja bændur í súgandafirði hafa það á samviskunni? jújú kanski spila það inní að ég sé reið af því að ég hef oft verið sjálf nærri því að keyra niður rollu, og kanski líka af því að bróðir minn átti einn af þessum 5 bílum... en hvað þarf til að bændur þarna hætti að draga lappirnar og hætti að stofna vegfarendum og dýrum í hættu... svo er reyndar ráð að fá sér plóg á bílana til að minka hættu á skemmdum á bílunnum (jæja þetta var smá útúrdúr frá heimþránni)
En ég held að við munum bara hafa það gott hér, við finnum hvorug þannig séð fyrir þessari blessaðri kreppu... tjahh jú fyrir utan hækkandi matarverðs... ég býst ekki við því að kíkja vestur fyrr en um páska, en það er þó aldrei að vita ef það kemur "löng helgi" en er ekki búin að fá stundaskránna fyrir næstu önn svo ég veit ekki hvernig það verður, en geri nú ráð fyrir að kíkja um páska :c)
Annars fann ég fyrir mínum fyrsta jarðskjálfta áðan, 2,5 á r, þetta var nú ekki mikið eitt lágvært búmm og smá dynkur... hélt að þetta væri einhver læti í krökkunum... en svo hringdi unnar í mig... var þetta jarskjálfti sagði hann... svo að þetta var skjálfti
jæja búin að ausa úr mér viskunni í bili
Bloggar | 27.11.2008 | 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Máluðu Valhöll rauða í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2008 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir nokkrum árum lennti ég í mjög skondnu atviki, sem ég bloggaði um á sínum tíma á gamla blogginu.... ég kóperai textann hér fyrir neðaðan... ætla svo a segja ahverju ég er að rifja þetta upp núna neðst...
Júní 2003
Jæja... Ómægod!!!!! ég er alveg ótrúleg... það kom sölumaður hérna áðan, sem er svosem ekkert að segja frá... nema allavega... hann var rosalega skrítinn við mig allan tímann, spurði eftir mömmu minni og stuff sagði að ég væri eitthvað svo ungleg... nema ég sagðist vera húsfreyjan á þessu heimili... nema hvað hann var að reyna að selja mér einhverskonar engla... nema hvað... að hann kallaði mig drottningu allan tíma... sem ég var bæðövei ekki að skilja!!! nema mér tókst að losna við hann... fór inní tölvuherbergið aftur og var gera mitt stöff þar... nema svona hálftíma seinna kom kallinn minn og sagði : varstu nokkuð með þessa kórónu þegar þú fórst til dyra??? þá var einhver svona kóróna sem leikfélagið á(svona kóngakóróna!!!), á tölvuborðinu mínu... og fyrr í kvöld setti ég hana á hausinn einhverra hluta vegna... nema að ég var búin að gleyma því... og fór því til dyra með helv... kórónuna á hausnum og fattaði ekkert!!!! en ég er sko búin að hlæja að þessu svona í ca hálftíma... og varð bara að deila því með einhverjum :c) kallinn hefur örugglega haldið að ég væri eitthvað rosalega skrítin eða eitthvað ... hehehehehehe
<----- svona var kórónan!!
Allavega bregðum okkur 5 ár fram í tímann eða til nóv 2008
Í gærkveldi var bankað hérna hjá okkur, ég fer til dyra... og þar er maður þar að selja engla, og ég hugsaði ómæ ómæ, jáhérna hér eitthvað kannast ég við þetta... nánast bara deisjávú sko... og kveikti ég svo á hver hann var... loksins fæ ég uppreisnar æru!! hehe, ég bara varð að spurja hann hvort hann hafi verið að selja þessa engla fyrir vestan fyrir ca 5 árum... jújú það passaði... svo ég gerðist svo frökk að spurja hvort hann myndi eftir konunni me kórónun... og hann sprakk úr hlátrí, jújú hann mundi eftir mér... sagði svo að þetta hafi verið mjög skemmtileg uppákoma sem margir hafa hlegið af... hehe
Bloggar | 12.11.2008 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja ég þá er mín komin með vinnu ég fékk vinnu sem félagsliði í fjölbrautaskólanum hér, ég er ekkert smá glöð!! Ég byrja á föstudaginn
Ég hef svosem ekkert meira a segja en þetta í bili !!
Bloggar | 12.11.2008 | 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær, með mjög stuttu millibili fékk ég tvö símtöl, og í bæði skiptin er verið að bjóða mér starf!! Annað starfið lýst mér mjög vel á, en kanski ekki alveg eins vel á hitt... en hafna þó því ekki ef ég fæ hitt starfið ekki. En samt alveg týpískt, í langan tíma er ekkert í gangi, svo bara búmm fullt að gerast... hehe ekkert ósátt með það.
Það var alveg bjálað að gera um helgina, eða þannig sko, kíkti í bæinn um helgina... fór á lagersöluna hjá just for kids, keyfti meiri hlutan af barnajólagjöfunum... á reyndar Bergþór og Ingjald eftir... en ágætt að vera búin með stórann hluta af jólagjöfunum, og hvað þá að fá þokkalegar gjafir á lægra verði :c) Svo kíktum við Ólöf í krepuutorg, og ómæ þetta er svo sannarlega réttuppnefni fyrir korputorgið, bílastæðin voru nánast auð kl 5 á föstudegi, kíktum í rúmfó og búðin var tóm... án gríns þá voru fleirri starfsmenn heldur en viðskiptavinir... kíktum svo í ILVU, flott búð, en hef ekki trú á að hún verði opin lengi því miður. Mér fannst þessi búð reyndar ekki barnvæn, td var ekki hægt að fá barnastól í kaffiteríunni... en svona er það nú
Ég kíkti svo aftur í bæinn á laugardeginum, fór með Ólöfu og co í kolaportið, og ómæ óm, hvernig í ósköpunum datt mér í hug að fara með son minn þangað kerrulaus!! en það hafðist svosem... en note to self aldrei aftur án kerru þangað hehe
Við kíktum svo á mótmælin, og þar kom sama vandamál með kerruleysið, hann skildi ekkert í því að meiga ekki hlaupa um frjáls... en ég hreinlega þorði því ekki þar sem mannfjöldinn var svo mikill... og ef uppúr syði þá væri það ekkert grín... ekki það að ég ætti von á því að sjóða myndi uppúr, en ég tek ekki svona sjénsa!
Annars var brjálað að gera hjá Unnari um helgina, hann var að vinna, vinna og já vinna... hann var að sjá um samsuð, sem er söngvakeppni félagsmiðstöðva á suðurhorninu... semsagt brjálað að gera... enda erum við Bergþór nánast ekkert búin að sjá hann sl 2 vikur... helgina enduðum við svo á að bjóða systrum mínum ok co í mat, ég hafði heimabakaða pizzu og tilheyrandi... svo næstu helgi kemur tengdamamma suður, svo að ég á von á að hún kíki allavega á laugardeginum :c)
Bloggar | 11.11.2008 | 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er svosem ekkert að frétta hér...
Ég drattaðist loksins að skrá mig atvinnulausa, þýðir ekkert að vera í neinum draumaheimi... hehe ég veit alveg að ég fæ vinnu, en það gæti kanski orðið smá bið á því... og þá er bara spurning um að hafa jákvætt hugarfar! og kanski já endurraða sokkaskúffunni minni eins og nafna mín nefndi.
Við fórum síðustu helgi í ikea að versla hillur(loksins) í herbergið hans Bergþórs, ætluðum að gera það í sumar þegar við vorum að kaupa rúmið... en einhverra hluta vegna fór ég aldrei í það (já leti) en sem betur fer gerðum við það ekki, því að herbergið hans fyrir vestan var töluvert stærra og við höfðum frekar stórar og miklar hillur í huga fyrir það herbergi... en ég var semsagt að leggja lokahönd á herbergið áðan, og fór ég gegnum allt dótið, og úff ég tók heilann stórann kassa frá af dóti sem er orðið úrsérgengið eða hæfir ekki hans aldri lengur.... En semsagt litli maðurinn var mjööög glaður þegar ég sótti hann áðan á leikskólann.
Annars er lítið að frétta af okkur í bili, er alalvega jákvæðari en síðast þegar ég bloggaði :c)
Bloggar | 5.11.2008 | 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)