mamma, mamma, mammmma, mammmmmmma, MAMMA, MAMMMA x10000

... Þetta er ég búin að heyra í dag, frá því við komum heim, mamma,mamma... litli gaurinn hefur svo mikið að segja mér... en kemur því flestu ekki í orð, svo þegar maður nær athygli mömmu sinnar þá vantar að koma því út... æji hann er alveg yndislegastur :c)

Svo var hann að syngja babbi seji babbi seji, báðum koma... það er semsagt farið að æfa jólalögin á leikskólanum... og ekki seinna vænna að fara að æfa sig þar sem það á að gefa út disk :c)

Annars fór ég á djammið seinustu helgi, vinnudjamm, fórum í heydal og gistum eina nótt.. fengum bara frábærann mat... ekki þetta pastasull (eða fiskur) eins og er svo oft boðið uppá þegar konur gera sér glaðann dag... nei fengum lambafile... og jömmí... svo og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt.... svo áttum við pleisið og það var djammað langt frammá nótt... og við Inga vorum langseinastar í bólið... þori varla að segjaða, en ég fór í bólið um kl 6:30 (sofnaði að vísu mun seinna)... fannst það svosem ekki slæmt þar sem ég mátti sofa út... en nei kl 9:55 var mín vöknuð og ekki sjéns að sofna aftur... svo ég svaf í ca 3 tíma... en svo fengum við morgunverðarhlaðborð, sem var bara æðislegt... mæli alveg með heydal :c)
Við kíktum svo í sveitina til Emmu, ákváðu aðeins að tjilla þar... en vorum komnar svo heim um 4... en sunnudagurinn var notaður í að sofa...

helgina þar á undan átti mamma afmæli... og við ákváðum að koma henni á óvart og systur mínar komu vestur án hennar vitundar :c) bara gaman af því

jæja, þvottavélin búin, og best að fara að setja bleyjurnar í þvott svo þær verði tilbúnar á morgun...

kv garpurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástandið er kannski svipað og í ÞESSU myndbroti.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 23:07

2 identicon

Litli gaurinn er nákvæmlega svona. Hann er auðvitað sérstaklega málglaður þegar hann er að fara að sofa.

Unnar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:08

3 identicon

Jæja ákvað að kvitta fyrir mig, þar sem ég kvittaði hjá kalli þínum. Þoli ekki sjálf þegar ekki er kvittað en samt fullt af sporum á síðunni hahaha

Blessuð góða það er bara 1 um alla athyglina hjá þér, ég á 3 og það er oft nóg að gera við að dreifa sér. Já þegar orðin koma þá er mikið að gera við að nota þau og helst öll í einu ;o)

Kvitt, kvitttttt......

jeg (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband