hæ og hó

Jæja þá er ég búin að vera hér í rúmar 2 vikur, og mér líka bara ágætlega... ormurinn er kominn á leikskóla, var reyndar veikur í síðustu viku, en er orðinn hress.

að vinnumálum hjá mér...
Soldið fyndið ég var að lesa stjörnuspánna mína áðan og gat ekki annað en brosað

Steingeit : Rómantískur kafli er í uppsiglingu. Ástin blómstrar milli þín og vinnunnar. Bráðum tekurðu mikilvæga ákvörðun, en láttu þér nægja nú að dansa við tónlistina sem bara þið tvö heyrið.

Sem er soldið fyndið, því ég var í atvinnuviðtali í morgun! og mér gekk rosalega vel, og mér tjáð það að það ætti eftir að tala við nokkra aðra, en hún byggist ekki við öðru en ég fengi vinnuna... þetta er reyndar afleysingarstaða, svo að... og vinnutíminn er alls ekki fjölskylduvænn, svo ég er ekki búin að gefast upp í atvinnuleitinni... en svo var hringt í mig í rétt áðan og mér boðið afleysing hjá staðnum sem ég vil vinna á!! svo ég er allavega komin með tærnar þar inn... svo er líka vinna í rvk sem ég er pínku spennt fyrir, og skemmtilegur vinnutími.... svo ég veit ekkert hvað ég geri hehehe

 Annars komu systur mínar og co um helgina, við ákváðum að hittast annan hvern laugardag og borða saman famelían sko, bara gaman og borðuðum rosa góðann mat, Unnar grillaði á muuriika pönnunni nautakjöt og ég bakaði naan brauð, en reyndar ekki á fínu pönnunni, þar sem fyrsta brauðið brann og ég nennti ekki að standa í solleis, svo ég fór með brauðið bara í pizzaofninn, og nammm ekkert smá gott.

Ég finn svolítið fyrir því að ég sakna vestfjarða pínku, allavega fjallana og SJÓSINS! og gömlu vinnufélagana og sjálfsögðu mö og pa... litli gaurinn spyr reglulega um Möggu sína og Haukana, hann saknar eyrarskjóls þó svo honum líði vel hérna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra loksins aftur frá þér stelpa mín. Vorum farnar að halda að þú lægir í sorg og sút vegna söknuðar eftir gömlu kellunum  Hér er allt orðið hvítt og flott veður í dag. Saknaðarkv. frá okkur Rannsý

Hvestukellur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Garpur76

Hehe, kanski ekki alveg sorg og sút... en jú ég sakna gömlu kellanna minna en snjórinn er eitthvað sem ég sakna ekki...

Hér er gott veður og sólin að koma upp... en kalt 

Garpur76, 21.10.2008 kl. 09:58

3 identicon

uuu.. en er hann Bergþór að ekkert að minnast á mig... ?????

Jóhanna Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Garpur76

jújú, bæði þig og AK, en elskan mín þúrt ekkert vestfirðingur lengur... frekar en ég

Garpur76, 21.10.2008 kl. 22:13

5 identicon

Vertu ekki að þessu væli ferð bráðum að vinna með og engin snjór hehe

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband