Færsluflokkur: Bloggar

Heimþrá

Ég er með gífurlega "heim"þrá þessa dagana mig langar bara að fara vestur aftur, finnst ég vera svo gagnlaus hérna... sennilega spilar sú tilfinning inní af því að ég er ekki búin að fá vinnu ennþá, vona að eitthvað fari að skírast í þeim málum... en eins líka von á því að það gerist ekki, atvinnuástandið er nú ekki uppá marga fiska þessa dagana. Það eru allir að halda að sér höndunum í ráðningum :c(

Ég kíkti suprice í grindavík til ólafar systu á laugardaginn, bæði svo að unnar fengi frið til að læra, og líka bara að fara út... ég fór suðurleiðina, hún er aðeins styttri og tekur styttri tíma að keyra... en er ómalbikuð að mestum hluta, ég hugsa nú að ég nenni ekki að keyra þessa leið aftur þegar er snjór, en mun hiklaust keyra hana þegar snjórinn er farin... ég kýs frekar ómalbikað í stað umferðarbrjálæðisins í rvk, og tala nú ekki um að engin ljós eru á leiðinni.og ekki kemur að sök að það er mjög fallegt á þessari leið.... og ég get séð sjóinn :c)

 æji ég hef ekkert meira að segja að stöddu, vona að ég sé jákvæðari í næstu færslu


hæ og hó

Jæja þá er ég búin að vera hér í rúmar 2 vikur, og mér líka bara ágætlega... ormurinn er kominn á leikskóla, var reyndar veikur í síðustu viku, en er orðinn hress.

að vinnumálum hjá mér...
Soldið fyndið ég var að lesa stjörnuspánna mína áðan og gat ekki annað en brosað

Steingeit : Rómantískur kafli er í uppsiglingu. Ástin blómstrar milli þín og vinnunnar. Bráðum tekurðu mikilvæga ákvörðun, en láttu þér nægja nú að dansa við tónlistina sem bara þið tvö heyrið.

Sem er soldið fyndið, því ég var í atvinnuviðtali í morgun! og mér gekk rosalega vel, og mér tjáð það að það ætti eftir að tala við nokkra aðra, en hún byggist ekki við öðru en ég fengi vinnuna... þetta er reyndar afleysingarstaða, svo að... og vinnutíminn er alls ekki fjölskylduvænn, svo ég er ekki búin að gefast upp í atvinnuleitinni... en svo var hringt í mig í rétt áðan og mér boðið afleysing hjá staðnum sem ég vil vinna á!! svo ég er allavega komin með tærnar þar inn... svo er líka vinna í rvk sem ég er pínku spennt fyrir, og skemmtilegur vinnutími.... svo ég veit ekkert hvað ég geri hehehe

 Annars komu systur mínar og co um helgina, við ákváðum að hittast annan hvern laugardag og borða saman famelían sko, bara gaman og borðuðum rosa góðann mat, Unnar grillaði á muuriika pönnunni nautakjöt og ég bakaði naan brauð, en reyndar ekki á fínu pönnunni, þar sem fyrsta brauðið brann og ég nennti ekki að standa í solleis, svo ég fór með brauðið bara í pizzaofninn, og nammm ekkert smá gott.

Ég finn svolítið fyrir því að ég sakna vestfjarða pínku, allavega fjallana og SJÓSINS! og gömlu vinnufélagana og sjálfsögðu mö og pa... litli gaurinn spyr reglulega um Möggu sína og Haukana, hann saknar eyrarskjóls þó svo honum líði vel hérna


Fullt af fréttum

Jáhá!! það er sko hellingur búið að gerast síðan síðast

Við seldum húsið, fluttum á ísó... bjuggum þar í ca 4 mánuði, unnar missti vinnuna í bolungarvík... svo að hann fór í atvinnuleit... og fékk vinnu... á selfossi!! svo við erum flutt á suðurlandið!!

Unnar fór í byrjun september, en við Bergþór komum á föstudaginn. Síðustu vikur hafa verið alveg rosalega erfiðar, þá var ég sérstaklega viðkvæm að kveðja leikskólann hjá Bergþóri, ég og strákurinn höfum verið mjög ánægð með leikskólann, og þá sérstaklega hópstjórann hans... hann fékk að kveðjugjöf myndir af sér og félögum sínum, svo var smá aukagjöf til mömmunar... eða mynd af möggu (hópstjóranum) segja uss... svona ef hann verður mér erfiður þá má ég nota myndina á hann... hehe ég verð nú að viðurkenna að mér þótti alveg afskaplega vænt um þetta.

Á föstudaginn kvaddi ég vinnuna mína, og það var ekkert smá erfitt, ég er búin að tengjast þessum stað í ca 13 ár... svo að kveðja var mér þungbært, og það voru nokkur tár sem runnu hjá mér þegar ég var að keyra suður Crying

Annars fór ég í atvinnuviðtal í dag... úff var ekkert smá kvíðin, enda ekki farið í atvinnuviðtal í um 10 ár... en það var svosem lítil ástæða að vera stressuð, enda var mjög vel tekið á móti mér... og starfsmannastjórinn einn sá hressasti starfsmannastjóri sem ég hef hitt... allavega ef ég þarf að fara í fleirri atvinnuviðtöl þá vona ég að það verði eins sársaukalaust og þetta viðtal Wink

Ætla ekki að hafa þetta lengra þar sem ég er að fara með gaurinn í saumtöku  


Bara fyndið

 Eitt það fyndnasta sem ég hef séð lengi :c)

Bloggleti dauðans

Nei ég er ekki dauð!

 

En hef varla verið í stuði til þess að blogga, eða gera nokkuð annað, er í krísu þessa dagana og veit satt að segja hreinlega ekki hvernig ég á að takast á við ákveðin vandamál. En ég ætla svo sem ekkert að útlista þessum vandamálum hér (allavega ekki að svo stöddu).

Annars er margt og mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast, við eyddum jólunum í sumarbústað í vaðnesi, ásamt fjölskyldu minni... það var bara gaman. Svo átti Bergþór lillinn minn 2 ára afmæli 17. jan Wizard   já og svo áttu Ólöf systir og Haukur strák síðasta daginn í janúar, og svo flutti þau til Grindavíkur.  Reyndar fluttu Krissa og Frikki líka til Grindavíkur sömu helgi, en samt ekki í sömu íbúð.

Lífið hjá mér heldur áfram sinn vanagang þessa dagana, vinna sofa borða... er reyndar byrjuð á danska, vona að ég hafi úthald í hann, en ég fór á hann 2006 og missti 7kg á 7 vikum, svo hann virkar en það þýðir ekkert að gefast upp Blush

Jæja vona að það líði ekki eins langt í næstu færslu... umm allt og ekkert hehe 

 

 


Veikindi

Það eru búin að vera veikindi á þessu heimili, litli gaurinn byrjaði í síðustu viku, svo veiktist pabbinn, svo að lokum veiktist ég um helgina og er búin að vera bara heima veik sl 2 daga Angry en vonandi fer þetta að verða búið... svo vil ég taka það fram (ef einhver les bloggið á kallinum ) að færslan ´´Bráðfyndin nótt´´ hjá honum er einmitt út frá veikindabulli hjá mér (svo ég bulla ekki svona mikið öllu jöfnu Grin

Æji annars hef ég ekkert mikið að segja í augnalikinu, svo ég kveð að sinni


mamma, mamma, mammmma, mammmmmmma, MAMMA, MAMMMA x10000

... Þetta er ég búin að heyra í dag, frá því við komum heim, mamma,mamma... litli gaurinn hefur svo mikið að segja mér... en kemur því flestu ekki í orð, svo þegar maður nær athygli mömmu sinnar þá vantar að koma því út... æji hann er alveg yndislegastur :c)

Svo var hann að syngja babbi seji babbi seji, báðum koma... það er semsagt farið að æfa jólalögin á leikskólanum... og ekki seinna vænna að fara að æfa sig þar sem það á að gefa út disk :c)

Annars fór ég á djammið seinustu helgi, vinnudjamm, fórum í heydal og gistum eina nótt.. fengum bara frábærann mat... ekki þetta pastasull (eða fiskur) eins og er svo oft boðið uppá þegar konur gera sér glaðann dag... nei fengum lambafile... og jömmí... svo og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt.... svo áttum við pleisið og það var djammað langt frammá nótt... og við Inga vorum langseinastar í bólið... þori varla að segjaða, en ég fór í bólið um kl 6:30 (sofnaði að vísu mun seinna)... fannst það svosem ekki slæmt þar sem ég mátti sofa út... en nei kl 9:55 var mín vöknuð og ekki sjéns að sofna aftur... svo ég svaf í ca 3 tíma... en svo fengum við morgunverðarhlaðborð, sem var bara æðislegt... mæli alveg með heydal :c)
Við kíktum svo í sveitina til Emmu, ákváðu aðeins að tjilla þar... en vorum komnar svo heim um 4... en sunnudagurinn var notaður í að sofa...

helgina þar á undan átti mamma afmæli... og við ákváðum að koma henni á óvart og systur mínar komu vestur án hennar vitundar :c) bara gaman af því

jæja, þvottavélin búin, og best að fara að setja bleyjurnar í þvott svo þær verði tilbúnar á morgun...

kv garpurinn


Kattarslagur- mjá

hahahaha, bara fyndið, greyjið maðurinn, sé hann alveg í anda útá svölum á naríunum Grin

En ég skil hann vel að vilja ekki blanda sér í slaginn, því það er ekki sniðugt að blanda sér í slag katta sem eru til að mynda með 40 mjög beitta hnífa til samans ... og þeir hika ekki við að nota vopnin... þekki þetta sjálf þar sem ég á 2 kisur og fáum oft heimsóknir frá bjáluðum köttum sem finnst ekkert skemmtilegra en að gera at hér við húsið.

En ég verð nú að segja að ég er ekki viss um að ég myndi kalla á lögguna ef ég lennti í þessum aðstæðum Tounge


mbl.is Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin, jólin allstaðar?

Já núna í dag 23. september eru jólaauglýsingar byrjaðar... ég er ekki að grínast garðlist er að auglýsa þjónustur sína varðandi uppsetningu á jólaljósum... kræst það er ennþá bara september! ég væri alveg til í að vera laus við þessar auglýsingar til 1.des, en vá er þetta ekki fullmikið af því góða! svo þegar jólin loksins koma, núna eftir 3 mánuði og 1 dag, þá er maður fyrir lifandi löngu síðan búin að fá nóg...Frown

Svo er maður svo vanafastur að það hálfa væri alveg nóg... ég fór að versla í bónus um daginn, sá þar svona ömmu spelt flatkökur, fannst þær bara ansi sniðugar svo þær rötuðu í körfuna mína... nema þegar heim var komið og við Bergþór Óli ætluðum að gæða okkur á flatkökunum... þá er búið að breyta laginu á kökunum, í stað fyrir að vera hálfur hringur, þá er þetta orðið ferkanntað!! ég gat varlað borðar þetta því mér fannst þetta vera helgispjöll, og hvað þá á einhverju sem heitir ÖMMU... þá á það að vera eitthvað gamaldags... en ég verð nú samt að viðurkenna að þetta er mun praktískara upp á hangiáleggið að gera... en ég skal samt alveg viðurkenna að þetta bragðaðist bara ágætlega Wink

jæja búin með tuðið í bili


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband